fimmtudagur, 23. ágúst 2007

Bloggleti

Veit ekki hvort ég haldi út að skrifa svona blogg. Byrjaði voðalega vel en síðan... æ. Er ekki búin að gera mikið í húsinu undanfarið. Byrjuð aftur í vinnunni. Hef þó sparslað töluvert inni. Á bara eftir að klára að sparsla tvö herbergi en loftið er eftir :( Háaloftið er þó að mestu tilbúið undir málningu.

mánudagur, 13. ágúst 2007

Glæný frænka

Er búin að eignast glænýja frænku. Katrín fæddi litla hnátu þann 11. ágúst og heitir hún því fallega nafni Heiðrún. Vona að myndirnar fari að birtast á barnalandi. Er byrjuð að safna fyrir ferð til Iowa City.

þriðjudagur, 7. ágúst 2007

Háaloftsgluggarnir

Nú hafa tengdapabbi og Daníel unnið hörðum höndum við að ljúka við múrverkið á húsinu. Síðasta verkið eru háaloftsgluggarnir tveir. Þeir eru ansi vandasamir enda sporöskulagaðir og var mikil undirbúningsvinna við útreikninga og smíði móta. Er langt komin með að skola af og skrapa laust múrhröngl af húsinu en hef síðustu tvo daga aðallega verið handlangari og eldabuska.

miðvikudagur, 1. ágúst 2007

Múrverk

Tengdapabbi kom í eldsnemma í morgun til að hjálpa okkur við að múra. Gætum þetta ekki án hans. Nú á bara eftir að múra í kringum háaloftsgluggana, undir þrjá glugga og tvær hurðir. Loksins sjáum við fyrir endann á þessu. Múrin verður síðan að taka sig í a.m.k. 2 vikur áður en ég get sílanborið hann.