
5-600 gr kjúklingabringur (Var með kjúklingaleggi)
Kryddlögur
2 stór hvítlauksrif
1 chilipipar (notaði chilikrydd)
1 dl sojasósa
2 matskeiðar límónusafi (notaði sítrónu)
1 msk nýhakkað engifer
2-3 búnt vorlaukur (notaði 1/2 púrrulauk og 1/2 rauðlauk)
Olía til steikningar
1-1,5 dl kjúklinga eða grænmetissoð
Marineraði kjúklingaleggina í kryddleginum (nema púrrulaukinn og rauðlaukinn) í um 30 mínútur. Léttsteikti leggina og setti þá í eldfast mót og hellti kryddleginum yfir. Steikti laukinn og dreifði honum yfir. Leyfði þessu svo að malla í ofninum í um 40 mínútur. Bera þetta fram með hrísgrjónum eða núðlum. Ef kjúklingabringur eru notaðar er best að skera þær í ræmur og steikja þær.
1 ummæli:
Sael systir god!!!
Eg aetla potttett ad prufa tennan rett.
Flottar myndir sem tu tekur.
Knus Kate
Skrifa ummæli