fimmtudagur, 23. ágúst 2007
Bloggleti
Veit ekki hvort ég haldi út að skrifa svona blogg. Byrjaði voðalega vel en síðan... æ. Er ekki búin að gera mikið í húsinu undanfarið. Byrjuð aftur í vinnunni. Hef þó sparslað töluvert inni. Á bara eftir að klára að sparsla tvö herbergi en loftið er eftir :( Háaloftið er þó að mestu tilbúið undir málningu.
mánudagur, 13. ágúst 2007
Glæný frænka
Er búin að eignast glænýja frænku. Katrín fæddi litla hnátu þann 11. ágúst og heitir hún því fallega nafni Heiðrún. Vona að myndirnar fari að birtast á barnalandi. Er byrjuð að safna fyrir ferð til Iowa City.
þriðjudagur, 7. ágúst 2007
Háaloftsgluggarnir

miðvikudagur, 1. ágúst 2007
Múrverk
Tengdapabbi kom í eldsnemma í morgun til að hjálpa okkur við að múra. Gætum þetta ekki án hans. Nú á bara eftir að múra í kringum háaloftsgluggana, undir þrjá glugga og tvær hurðir. Loksins sjáum við fyrir endann á þessu. Múrin verður síðan að taka sig í a.m.k. 2 vikur áður en ég get sílanborið hann.
þriðjudagur, 31. júlí 2007
Rauða Rafha eldavélin
sunnudagur, 29. júlí 2007
Veggurinn

föstudagur, 27. júlí 2007
Sílan útskýringar :)
Sílan vatnsver steypuna. Fer inn í allar glufur og sprungur og lokar steypunni. Eftir það grunna ég múrinn með ákveðnu efni og að lokum mála ég húsið í lit að eigin vali. Var að prófa sprautuna í morgun með vatni. Það var rigning í nótt þannig að ég ætla að láta vegginn þorna örlítið betur áður. Alltaf svolítið stressuð að byrja á einhverju sem ég hef ekki prófað áður.
fimmtudagur, 26. júlí 2007
Steypa

sunnudagur, 22. júlí 2007
Kjúklingauppskrift

5-600 gr kjúklingabringur (Var með kjúklingaleggi)
Kryddlögur
2 stór hvítlauksrif
1 chilipipar (notaði chilikrydd)
1 dl sojasósa
2 matskeiðar límónusafi (notaði sítrónu)
1 msk nýhakkað engifer
2-3 búnt vorlaukur (notaði 1/2 púrrulauk og 1/2 rauðlauk)
Olía til steikningar
1-1,5 dl kjúklinga eða grænmetissoð
Marineraði kjúklingaleggina í kryddleginum (nema púrrulaukinn og rauðlaukinn) í um 30 mínútur. Léttsteikti leggina og setti þá í eldfast mót og hellti kryddleginum yfir. Steikti laukinn og dreifði honum yfir. Leyfði þessu svo að malla í ofninum í um 40 mínútur. Bera þetta fram með hrísgrjónum eða núðlum. Ef kjúklingabringur eru notaðar er best að skera þær í ræmur og steikja þær.
laugardagur, 21. júlí 2007
Wall Street

fimmtudagur, 19. júlí 2007
Elsku Katrín
Þessi síða er sérstaklega búin til handa þér. Nú getum við fylgst betur með hvor annarri.
Þín stóra systir, Ingedda
Þín stóra systir, Ingedda
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)